Starfsemin

Isavia ANS

Isavia ANS veitir íslenskum og erlendum loftförum flugleiðsöguþjónustu í íslenska flugstjórnarsvæðinu.

Höfuðstöðvar Isavia ANS

Isavia ANS er dótturfélag Isavia og sinnir flugleiðsöguþjónustu í innanlands- og alþjóðaflugi í flugleiðsögusvæði yfir Norður - Atlantshafinu sem kallast á ensku "Reykjavik Control Area".

Íslenska flugstjórnarsvæðið er um fimm og hálf milljón ferkílómetrar að stærð og er það eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims. Svæðið nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum og suður fyrir Færeyjar, langleiðina til Skotlands.

Að meðaltali fara um 400 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið á sólarhring.

Skoða C-Forflugsupplýsingar