Flugferlahönnun er sífellt flóknara verkefni vegna sífelldrar þróunar í leiðsögutækni, aukinnar flugumferðar, þrengsla í loftrýmum, umhverfisáhrifa og fleiri þátta.
Hönnun hefðbundinna og nýrra RNAV/PBN flugferla er einnig háð ströngum lagalegum og tæknilegum reglum. Gæðatrygging flugferla er ómissandi þáttur í ferlinu en deild Isavia ANS fyrir hönnun flugferla hefur nauðsynlega innviði og sérfræðiþekkingu til að hanna og sannreyna flugferla. Þar á meðal:
- Hönnun og sannprófun nákvæmnislausra aðflugsferla, þar á meðal Global Navigation Satellite System (t.d. VOR/DME, NDB, Localizer og GNSS)
- Hönnun og sannprófun nákvæmnisaðflugsferla (t.d. ILS)
- Hönnun og sannprófun staðlaðra aðflugsleiða (STAR) og staðlaðra brottfararleiða (SID)
- Hönnun og sannprófun flugleiða (þ.m.t. RNAV) og loftrýmis
- Mat á hindrunum í samræmi við ICAO Annex 14 um flugvelli og ICAO Annex 15 um upplýsingaþjónustu flugmála
Hægt er að hafa samband á: flightprocedures@isavia.is
Þjónustan er veitt í samræmi við staðla og ráðleggingar Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO SARP’s).
Kröfur og staðlar eru meðal annars:
- Quality Assurance Manual for Flight Procedure Design (ICAO Doc 9906)
- ICAO PANS-OPS Doc 8168 /OPS /611. Procedure for Air Navigation services. Aircraft Operations. Volume II, Construction of Visual and Instrument Flight Procedures
- ICAO DOC 9905 Required Navigation Performance Authorization Required (RNP AR) Procedure Design Manual
Isavia ANS hefur aðallega hannað flugferla fyrir Ísland, Grænland og Færeyjar.