Starfsemin

Flugstjórnarmiðstöð

Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur er staðsett í Reykjavík. Þar fer fram stjórnun flugumferðar í aðflugi og í leiðarflugi innanlands og á úthafssvæði sem sameiginlega er kallað íslenska flugstjórnarsvæðið.

Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík

Í flugstjórnarmiðstöð starfa rúmlega 100 manns, bæði flugumferðarstjórar og fluggagnafræðingar. Að auki eru starfandi sérfræðingar í stoðdeildum svo sem verkfræðingar, hugbúnaðarsérfræðingar, rafeindavirkjar, rafvirkjar og fleiri. Hlutfall kvenna er um 38% og meðalaldurinn rétt rúmlega 41 ár.

Margir starfsmenn Flugstjórnarmiðstöðvar, flugumferðarstjórar jafnt sem fluggagnafræðingar, sinna öðrum störfum hjá öðrum deildum samhliða vaktavinnu í Flugstjórnarmiðstöð. Önnur störf eru margvísleg og hjá mismunandi deildum svo sem í Þjálfun, Verklagi, Þróunardeild, Verkefnastofu við kerfishönnun og prófanir, Rannsóknarhópi atvika, við útgáfu flugupplýsinga (NOTAM) og á skrifstofu Flugstjórnarmiðstöðvar.