Eldgos er hafið á Reykjanesskaga - Helstu upplýsingar um eldgos á svæðinu má nálgast á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

Alþjóðasamstarf

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO)

Stofnuð árið 1947, Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) er í dag ein af undirstofnunum sameinuðu þjóðanna og helsta alþjóðastofnun á sviði almannaflugs. Markmið ICAO er að sjá um umsýslu og rekstur á „Chicago sáttmálanum“ (Convention on International Civil Aviation), sem er stofnskrá stofnunarinnar. Ísland var eitt af 52 ríkjum sem undirrituðu Chicago sáttmálann 7. desember 1944, og er hann einn fyrsti alþjóðlegi samningur sem Ísland átti aðild að.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) merki
Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) merki

Í dag eru aðildarríki ICAO 193 og vinnur stofnunin náið með þeirra fulltrúum í að setja á alþjóðlega staðla um öryggi og greiðar samgöngur í lofti og tryggja samræmi á kröfum og ráðlögðum starfsvenjum þess. Höfuðstöðvar ICAO eru í Montreal Kanada en einnig eru sjö svæðisstöðvar stofnunarinnar dreifðar um heiminn. Sú sem Ísland tilheyrir er staðsett í París (ICAO EUR/NAT). Stofnunin hefur samið 18 tæknilega viðauka við stofnskrána sem glíma við alla þætti flugs.

Ísland á sæti í Air Navigation Commission (ANC) og Council á fimm ára fresti. Sætið færist á hverju ári á milli Norðurlandanna.