Eldgos er hafið á Reykjanesskaga.
Helstu upplýsingar um gosið má nálgast á vef Almannavarna og á vef Veðurstofu Íslands.

Til baka

Tækniþróun í flugi á Íslandi til stuðnings umhverfismarkmiða

Umhverfismál eru alltaf að verða mikilvægari í heiminum. Parísar ráðstefnan árið 2015 setti markmið sem heimurinn hefur unnið að síðan þá. Isavia hefur gefið út stefnu í umhverfismálum og er að vinna í samræmi við heimsmarkmiðin sem sett voru af Sameinuðuþjóðunum (UN) fyrir UN Global Compact. Isavia ANS, sem sér um flugleiðsöguþjónustu í íslenska flugstjórnarsvæðinu (hér eftir ANS), hefur unnið að nokkrum verkefnum til að minnka útblástur koltvísýrings, minnkun eldsneytiseyðslu og minnkun hávaðamengunar.

LEIÐSÖGUBÚNAÐARHÁÐ KÖGUN ÚTSENDINGA (ADS-B)

ANS var fyrsti flugleiðsöguþjónustuaðilinn í Evrópu til að veita flugleiðsöguþjónustu byggða á ADS-B. ANS veitir nú kögunar þjónustu með ratsjám og ADS-B móttökustöðvum á jörðu niðri auk ADS-B þjónustu í gegnum gervitungl. Samanlagt gefur þetta samræmt kögunardrægi fyrir allt íslenska flugstjórnarsvæðið (BIRD CTA). Innleiðing ADS-B stöðva á jörðu auk beinna samskipta milli flugmanna og flugumferðarstjóra í gegnum VHF samskipti hafa gert kleift að minnka aðskilnað úr 50 NM hliðaraðskilnað og 15 mínútna lengdaraðskilnað í 5 NM kögunar aðskilnað. Með þessari innleiðingu hefur ANS getað sett upp svokallaða kögunar brú yfir Atlantshafið milli Evrópu og Norður-Ameríku sem eykur afkastagetu, öryggi og umhverfislega hagkvæmni. Þar að auki hafa CPDLC samskipti og ADS-B kögun gert kleift að minnka aðskilnað úr 23 NM hliðaraðskilnað og 5 mínútna lengdaraðskilnað í 15 NM kögunar aðskilnað.

GLOBAL NAVIGATION SATELLITE SYSTEM (GNSS)

Innleiðing aðskilnaðar byggðan á GNSS (RNAV/RNP) í lægri hæðum loftrýmisins, þannig að hliðaraðskilnaður var minnkaður úr ýmist 30, 50 eða 120 NM niður í allt að 7, 15 eða 20 NM hefur leitt til verulega betri nýtingu loftrýmisins þannig að flugvélar eru líklegri til að fá ákjósanlegustu flughæðir án tafa. Nú er sjaldgæft að setja þurfi flugvélar í biðflug til að tryggja aðskilnað. ANS hefur gefið út PBN Transition Plan þar sem hægt er að sjá stöðuna og fyrirhugaða þróun RNAV og RNP ferla.

ÞRÓUN VIÐ KEFLAVÍKURFLUGVÖLL (BIKF):

Arrival manager (AMAN) og arrival manager byggður á tíma (TAMAN)

· Breytt verklag við röðun flugvéla inn til flugvallarins, þar sem notaðar eru hraðahindranir í stað stefningar eða biðflugs, stutt af AMAN/TAMAN á kögunarskjá flugumferðarstjórans, hefur leitt til betri nýtingar loftrýmisins og hagkvæmari flugferla.

Hæfnibundin leiðsaga (PBN)

· Innleiðing tilskilinna krafna um nákvæmni í leiðsögu (RNP), staðlaðra brottflugsferla (SID) og staðlaðra komuferla (STAR) við Keflavíkurflugvöll stutt með samfelldri lækkun flughæðar. Innleiðingin hefur leitt til þess að flugvélar geta nú lækkað án þess að þurfa að stoppa í lækkuninni.

· Innleiðing tilskilinna krafna um nákvæmni í leiðsögu RNP aðflugsferla með lægra hindranabil (OCA) en fyrir hefðbundna aðflugs ferla leiðir til færri fráhvarfsflugs atvika vegna veðurs.

Samfelld lækkun (CDA)

· Isavia ANS hefur undanfarin ár unnið að því að gera mögulega samfellda lækkun flugvéla á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli með innleiðingu flugferla byggða á notkun GNSS og verklagsbreytinga fyrir flugumferðarstjóra sem miða að því að minnka útblástur CO2 og eldsneytiseyðslu auk þess að minnka hávaðmengun í nágrenni vallarins. Mikill árangur hefur náðst eins og sést vel í mælikvörðum Icelandair.

Til að uppfylla skilgreiningu á CDA má ekki stoppa lengur en eina mílu í hæð frá því lækkun hefst (TOD) og niður í 3000 fet nema um sé að ræða „aerodynamic step“ þegar hægt er á vélinni og afl helst undir 50% á meðan.

Þegar litið er á CDA árangur Icelandair í Keflavík má sjá miklar framfarir. Að meðaltali náðist CDA í rúmlega 50% aðfluga að Keflavíkurflugvelli árið 2016 en nú er CDA komið yfir 80%. Sjá línurit;

Hávaðavarnir

Flugferlahönnun og notkun flugbrauta hefur verið breytt til að minnka hávaða í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Hávaðmælar hafa verið settir upp á nokkrum stöðum á og við flugvöllinn. Vefur sem inniheldur hávaðaeftirlitskerfi gerir nágrönnum flugvallarins kleift að fylgjast með hávaðamælingum og jafnvel leggja inn kvartanir vegna ákveðinna fluga.

Mynd: Hávaðavarnarsvæði er litað fjólublátt
Mynd: Hávaðavarnarsvæði er litað fjólublátt
Mynd: Eftirlitskerfi með hávaða
Mynd: Eftirlitskerfi með hávaða
Hitamynd: RNAV/RNP fyrir flugbrautir 01 og 28 innleitt.
Hitamynd: RNAV/RNP fyrir flugbrautir 01 og 28 innleitt.
Hitamynd: RNAV/RNO innleitt fyrir allar flugbrautir.
Hitamynd: RNAV/RNO innleitt fyrir allar flugbrautir.

FRAMTÍÐARSÝN FYRIR NORTH ATLANTIC (NAT) REGION

Framtíðarsýn NAT inniheldur mögulegar úrbætur með notkun User Preferred Routings (UPR). ANS er hluti af Borealis Alliance, sem er samstarf níu flugleiðsöguþjónustufyrirtækja í norðanverðri Evrópu. Flestir meðlimir Borealis hafa innleitt loftrými með frjálsum flugleiðum (FRA) fyrir löngu síðan. Þegar innleiðingu er að fullu lokið, mun Borealis Alliance FRA verkefnið gera flugvélum kleift að fljúga hagkvæmustu leiðina sem sparar mest eldsneyti og tíma yfir allt loftrýmið sem þjónustað er af meðlimum Borealis Alliance og þar með minnka kostnað og losun gróðurhúsalofttegunda.