Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Til baka

Nýsköpun og fjölbreyttni í flugheiminum

Flug ómannaðra loftfara

Samgöngustofa fær aukinn fjölda fyrirspurna um flug ómannaðra loftfara yfir Íslandi. Isavia ANS, sem sér um flugleiðsöguþjónustu yfir Íslandi (hér eftir ANS), hefur ákveðið að vera leiðandi afl í þjónusta við verkefni þar sem notuð eru ómönnuð loftför (drónar) innan íslenska flugupplýsingasvæðisins (BIRD FIR).

Athyglisvert dæmi um svona verkefni er tilraunaverkefni með fjarstýrðan dróna (RPAS) á vegum Landhelgisgæslu Íslands (LHG), Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA) og ANS. Tilgangur verkefnisins var að framkvæma verkefni LHG innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Dróninn flug út frá Egilsstaðaflugvelli (BIEG) sumarið 2019. Dróninn, Hermes 900 frá ELBIT, sem er svipaður að stærð og lítil flugvél, hefur 24 tíma flugþol. ANS stillti upp svæðum sem einungis voru til afnota fyrir drónann á meðan hann var að framkvæma skyldur LHG innan íslensku lofthelginnar umhverfis Ísland. LHG gat nýtt drónann í stað þess að fljúga flugvél/þyrlu eða sigla skipum sínum til að sinna verkefnum svo sem staðsetja mengunarsvæði í hafi eða sinna fiskveiðieftirliti. Verkefnið tókst mjög vel og sannaði að lækkun kostnaðar og minnkaður útblástur koltvísýrings er mögulegur.

Annað spennandi verkefni, samvinna milli ANS, norska fyrirtækisins The Norwegian Special Mission (NSM) og fyrirtækis í Tékklandi að nafni Primoco UAV SE, var unnið þannig að dróna var flogið innan skilgreinds svæðið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar frá 23. til 25. ágúst 2021. Tilgangur verkefnisins var að safna gögnum til stuðnings notkunar dróna í stað flugvéla til flugprófana búnaðar og flugferlum á og við flugvelli. Drónanum, Primoco One 150, var flogið sömu ferla og hafði áður verið flogið af flugvél Isavia ANS við flugprófanir en það var gert til að hægt væri að bera saman niðurstöður prófanna. Þetta verkefni mun styðja við þróun tækni sem notuð er við flugprófanir og mun til framtíðar spara bæði peninga og minnka útblástur.

Í framhaldi af vel heppnuðu verkefni Landhelgisgæslunnar og Siglingaöryggisstofnun Evrópu, sumarið 2019 var ákveðið að vinna svipað verkefni sumarið 2022 þar sem dróna yrði flogið frá skipum Landhelgisgæslunnar á meðan þau væru að sinna sínum skildum. Dróninn, CAMCOPTER® S-100 frá austurríska fyrirtækinu Schiebel, hafði starfsstöð á skipum LHG og vann svipuð verkefni og í verkefninu 2019. Útkoma þessa verkefnis varð umtalsverður fjárhagslegur sparnaður auk minnkun á koltvísýrings útblæstri.