Eldgos á Reykjanesskaga – að svo stöddu hafa eldsumbrotin ekki áhrif á flugumferð. Nánari upplýsingar á vef Almannavarna og á vef Veðurstofunnar.

Til baka

Eldgosið á Reykjanesi

Isavia ANS og Samgöngustofa vilja þakka notendum loftrýmisins yfir eldsumbrotasvæðinu á Reykjanesskaga gott samstarf við framkvæmd flugs við eldgosið.

Því miður hafa borist ábendingar um að reglum um lágmarkshæð og öðrum tilmælum sé ekki fylgt í öllum tilfellum og viljum við því ítreka eftirfarandi og jafnframt minna á þau tilmæli sem sett eru fram í https://eaip.isavia.is/ í AIP SUP 06/2024 hvað varðar flughæðir ólíkra loftrýmisnotenda:

· flugvélar og fis ættu ekki að lenda né fara niður fyrir 800 fet yfir jörð (AGL)

· þyrlur ættu að forðast að fara upp fyrir 700 fet yfir jörðu (AGL)

· drónar mega ekki fara upp fyrir 120 m yfir jörðu (AGL)

Ljóst er að landslagið á svæðinu auðveldar ekki fyrir mati á hæð yfir jörðu og því einstaklega mikilvægt að fylgjast vel með annarri umferð í því skyni að virða flugregluna „að sjá og forðast“.

Einnig er minnt á mikilvægi þess að flugmenn láti aðra vita af stöðu sinni (staðsetningu, hæð og stefnu) og fyrirætlunum á tíðni BIR2, 131.800MHz eins oft og þurfa þykir.