Vegna rannsóknaflugs hefur Samgöngustofa, að beiðni Aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum, bannað allt drónaflug yfir eldstöðvunum við Sundhnjúkagígaröð á svæði sem nær yfir eftirfarandi hnit: 63°52'17"N022°22'19"W 63°53'02"N022°26'35"W 63°53'36"N022°26'32"W 63°55'03"N022°22'21"W 63°54'16"N022°18'12"W
Bannið gildir frá yfirborði (SFC) upp í 2500 fet yfir sjávarmáli (AMSL).
Bannið gildir á tímabilinu 08:30 til 15:30 dagana 8. og 9. janúar 2025.
Undanþágubeiðnir skal senda til Aðgerðarstjórnar Almannavarna á Suðurnesjum í gegnum netfangið almannavarnirsudurnes@logreglan.is