Eldgos er hafið á Reykjanesskaga - Helstu upplýsingar um eldgos á svæðinu má nálgast á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

Til baka

Drónabann yfir Grindavík - uppfært 21. nóvember 2024

Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs hefur Samgöngustofa, að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna, bannað allt drónaflug yfir Grindavík.

Vegna eldgoss og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs hefur Samgöngustofa, að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna, bannað allt drónaflug yfir Grindavík á svæði sem nær yfir eftirfarandi hnit:

63°50'00"N 022°26'55"W, 63°55'50"N 022°25'53"W, 63°55'55"N 022°19'11"W, 63°51'43"N 022°19.15"W, 63°50'00"N 022°22'25"W.

Bannið nær yfir svæði sem kallast BIR65 og gildir frá yfirborði (SFC) upp í 1500 fet yfir sjávarmáli (AMSL). Viðbótar takmarkanir eru á svæði BIR4, sem nær frá 1500 fetum upp í 2500 fet yfir sjávarmáli, innan 2 sjómílna radíuss í kringum hnit 63°53'22"N 022°22'38"W.

Drónabannið gildir til miðnættis 31. desember 2024.

Undanþágubeiðnir skal senda til Samhæfingarstöðvar Almannavarna í gegnum netfangið info@sst.is eða í síma 831-1644.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við Keflavíkur eða Reykjavíkur flugturn. Sjá einnig NOTAM A0883/24 og A0884/24 ásamt SUP 11/2024.