Auk flugprófunarverkefna er farið í reglubundið mælingaflug fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands/ Almannavarnir við vöktun á eldstöðvunum í Öræfajökli, Bárðarbungu og Kötlu. Vélin okkar er sérútbúin til þess að sinna þessum verkefnum.
Flugrekstur Isavia ANS rekur flugvél fyrirtækisins TF-FMS sem er skrúfuþota af gerðinni Beechcraft King Air B200 árgerð 1985. Vélin er fyrst og fremst notuð til reglubundinna flugprófana á hefðbundnum flugleiðsögubúnaði og til prófunar og fullgildingar á nýrri flugferlahönnun.
