Eldgos er hafið á Reykjanesskaga - Helstu upplýsingar um eldgos á svæðinu má nálgast á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

Eurocontrol er fyrst og fremst alþjóðastofnun um flugleiðsögu en gegnir einnig hlutverki flæðisstjórnanda (Network Manager) innan Evrópu fyrir hönd ESB. Eurocontrol sér einnig um innheimtu leiðarflugsgjalda yfir Evrópu í gegnum CRCO og starfar sem flugleiðsöguveitandi yfir háloftum Belgíu, Hollands, Þýskalands og Lúxemborg á svæði sem kallast „Maastricht UAC“. Þar að auki styður Eurocontrol tæknilega framþróun á sviði almannaflugs með ýmsum verkefnum í gegnum SESAR (Single European Sky ATM Research).

Ísland stefnir á bráðbirgðainngöngu í Eurocontrol haustið 2022 með fullri aðild 2025.