C-forflugsupplysingar

Kort

Isavia gefur út sjónflugskort fyrir allt Ísland en einnig rafrænt landslags- og hindranakort fyrir Keflavík(BIKF), Reykjavík(BIRK), Akureyri(BIAR) og Egilstaði (BIEG)

Rafræn landslags- og hindranakort

Sjónflugskort (Aeronautical chart)

Prentað sjónflugskort í mælikvarðanum 1:500.000 kom út í desember 2021. Prentuð kort eru fáanleg hjá Isavia, upplýsingar um verð er að finna í Flugupplýsingabréfinu (AIC) Útgáfa flugmálaupplýsinga - Verðlisti. Flugkort eru einnig að finna í Flugmálahandbók í köflum AD 2.24 fyrir hvern flugvöll.

Til að panta prentuð kort vinsamlegast sendu póst á netfangið ais@isavia.is

Listi yfir handleiðréttingar á prentuðu sjónflugskorti

Maí 2024

NDB BL fjarlægður
Hindranaljós á vindmyllum við Búrfell fjarlægð
Æfingarsvæði fyrir BIR2 og BIR3 fjarlægð

Sækja Sjónflugskort

Fyrirvari

PDF útgáfa Iceland Aeronautical Chart - ICAO er gefin út af Isavia ohf, til upplýsinga vegna sjónflugs. Kortið er uppfært þegar þurfa þykir. Hver útgáfa hefur sitt útgáfunúmer og er það á ábyrgð notandans að fylgjast með nýjum útgáfum. Notkun kortsins er á ábyrgð notanda. Kortið byggir á þeim upplýsingum sem Isavia ohf. hefur. Isavia ohf. ber ekki ábyrgð á neinum villum eða vanskráningu í kortinu og skal ekki vera ábyrgt fyrir neinu tapi, meiðslum eða skaða sem hlýst af notkun þess.

Kortið er eingöngu gefið út til einkanota eða fyrirtækjanota. Óheimilt er að að dreifa, afrita eða framselja kortið gegn greiðslu.

Fyrir viðbótar gögn og nýjustu upplýsingar skoðið NOTAM og Flugmálahandbók Íslands.

Aðrar upplýsingar

PDF útgáfa sjónflugskortsins er gerð til að koma til móts við þarfir og óskir notenda um sjónflugskort sem nothæft sé í tölvum og snjalltækjum. PDF útgáfa sjónflugskortsins er hnitsett sem gerir notendum kleift að sjá og leita að hnitum t.d. í Adobe Reader.

Fyrir snjalltæki má til dæmis benda á smáforritið PDF Maps, sem gerir notendum snjalltækja með GPS kleift að sjá rauntímastaðsetningu á korti, leita að staðsetningum, teikna ferla og margt fleira. Forritið er fáanlegt bæði fyrir Android og iOS. Nánari upplýsingar um forritið er að finna hér: http://www.pdfmaps.com/