Arctic Circle ráðstefnan fór fram dagana 13.-16.október sl.. Isavia ANS er styrktaraðili ráðstefnunnar.
Föstudaginn 14. Október tók Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia ANS þátt í umræðupallborði sem bar yfirskriftina „Flying Zero-Carbon: Global Aviation and the Planet”.
Þátttakendurnir í pallborðinu auk Kjartans voru þau: Sandra Karlsen hjá DHL Global Forwarding, Bogi Nils Bogason hjá Icelandair, Jonathan Wood hjá Neste, Markus Kleiner Fraport AG og Lionel Cousseins frá Airbus. Umræðustjóri pallborðsins var Cristoph Wolff frá Smart Freight Centre.
Flugiðnaðurinn allur er á fleygiferð að undirbúa sig fyrir það að verða kolefnisjafnaður að fullu frá 2050. Þátttakendur pallborðsins komu frá mjög breiðum hópi innan flugiðnaðarins og því spegluðust sjónarmiðin og umræðurnar út frá þessum fjölbreytta hóp.





